Draumar um framtíð kirkjunnar

Í dag opnar vefsíða, þar sem ég mun skrifa um hugðarefni, sem tengjast þjóðkirkjunni og starfi hennar. Hér langar mig að deila með ykkur draumum um framtíð kirkjunnar.

Nú eru mikil tímamót í kirkjunni þar sem innan örfárra daga mun verða ljóst hver mun verða biskup landsins næstu árin.  Ég ber mikla væntingar til þeirra tveggja frambjóðenda sem efst urðu í fyrri umferð biskupskosninganna.  Ég þekki þau bæði mjög vel allt frá námsárum mínum í guðfræðideild Háskóla Íslands.

Ég er mjög stolt af kirkjunni minni fyrir að hafa rýmkað kosningarétt í biskupskosningum og þar með aukið lýðræðið í stofnun sem í eðli sínu á að vera lýðræðisleg.  Ég er líka mjög stolt yfir því að þau sem hafa kosningarrétt notuðu hann í kosningunum, en yfir 90% nýttu sér atkvæðisréttinn.

Nú er síðari umferð kosninganna að fara í gang. Báðir frambjóðendurnir eru víðsýnir og hafa mikla reynslu af því að starfa með fólki.  Bæði hafa lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf, sem er grunnurinn að öllu kirkjulegu starfi og bæði leggja mikla áherslu á jafnrétti kynjanna.

Framtíð kirkjunnar er því björt á þessum vordögum.

Auglýsingar

3 hugrenningar um “Draumar um framtíð kirkjunnar

 1. Til hamingju með síðuna þína frænka 🙂
  Held að þú hafir slegið naglann á höfuðið í þessum pistli þínum, eins og svo oft áður.
  Hlakka til að fá meira að heyra!

 2. Kæra Solveig Lára.
  Til hamingju með þessa síðu. Ég hlakka til að fylgjast með henni.
  Með kærum kveðjum,
  Dögg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s