Endurupplifun

Í gær var ég við fermingu í Neskirkju í Reykjavík, þar sem ég sjálf fermdist fyrir 42 árum síðan.  Guðspjallið sem lesið var frá altarinu var úr fjallræðu Jesú og endaði á þessum orðum:

Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.

Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.

Þetta guðspjall bað sr. Jón Thorarensen mig um að lesa upp við guðsþjónustu þegar ég var í fermingarundirbúningi.  Ég undirbjó mig mjög vel og las það upphátt í eldhúsinu heima aftur og aftur.  Ég gleymi þeirri stund aldrei þegar ég stóð í kórnum í Neskirkju og las þessi orð.  Þau höfðu djúp áhrif á mig.

Í gær endurupplifði ég þessa stund.  Mér fannst ég aftur verða 13 ára og sá fyrir mér fólkið sem sat á kirkjubekkjunum og hlustaði.  Svo horfði ég í kringum mig og sá kunnugleg andlit sem ég man eftir frá þessum árum.  Strákar og stelpur úr vesturbænum voru öll 42 árum eldri.  Nú voru þau komin til kirkju til að fylgja börnum sínum upp að altarinu, jafnvel barnabörnum.

Orð Jesú lifa frá einni kynslóð til annarrar.  Þau hljóma eins og tala á nýjan og nýjan hátt til nýrra kynslóða.  Þess vegna tölum við um orð Jesú sem lifandi orð.

Kirkjan er líka lifandi.  Hún er samfélag fólks sem hlustar á þessi orð og leyfir þeim að tala inn í líf sitt.  Af því að fólk er enn að hlusta, þá á kirkjan bjarta framtíð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s