Framboð til vígslubiskups á Hólum

Gærdagurinn 2. apríl á þessu Herrans ári 2012 var bjartur og fagur í Reykjavík.  Ég vaknaði í höfuðborginni eftir yndislega fermingar- og afmælishelgi með fjölskyldu og vinum.  Fyrsta verk dagsins var að skrifa bréf til kjörstjóranr vegna vígslubiskupkjörs á Hólum.  Innihald bréfsins var stutt en mikilvægt:

Til kjörstjórnar  við vígslubiskupskosningu í Hólaumdæmi.

Ég undirrituð sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, lýsi því yfir  að ég gef kost á mér við vígslubiskupskosningu í Hólaumdæmi árið 2012.

Síðan fór ég með bréfið á biskupsstofu og enn skein sólin.

Verkefni vígslubiskups

Það sem ég tel brýnast fyrir kirkjuna nú er ákveðin stefnumótunarvinna innan safnaða og í kjölfar hennar samstarf milli nágrannapresta og safnaðarstarfsfólks þar sem hver söfnuður hefði sín áhersluatriði..

Verði ég kjörinn vígslubiskup á Hólum mun ég fyrst og fremst leitast við að hlúa að starfsfólki kirkjunnar og fjölskyldum þeirra svo og sóknarnefndum  og því góða starfi sem unnið er í söfnuðum landsins.  Ég finn að sú mikla reynsla sem ég hef af sálgæslu muni nýtast mér vel í því starfi.

Á Hólum er unnið mikið menningarstarf og mun reynsla mín af menningar- og fræðslustarfinu sem verið hefur hér á Möðruvöllum undan farin ár nýtast mér vel til að koma að því starfi.

Vígslubiskupsstarfið hefur hingað til mótast mjög af þeim sem þjónar starfinu hverju sinni þar sem starfinu eru enn ekki markaðar nákvæmar skorður.  Sé ég fram til þess að í framtíðinni mótist biskupsþjónustan í landinu mjög af því fólki sem nú tekur við.  Þar finnst mér eðlilegt að ákveðin verkefni sem unnin eru á Biskupsstofu flytjist að einhverju marki til stólanna í Skálholti og á Hólum þannig að starfið eflist og styrkist.

Auglýsingar

3 hugrenningar um “Framboð til vígslubiskups á Hólum

  1. Bakvísun: Solveig Lára býður sig fram sem Hólabiskup | á+k

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s