Helgihald um bænadaga og páska

Í kyrruviku og á páskum er víða gríðarlegt framboð af fjölbreyttu helgihaldi í kirkjum landsins.  Fjöldi fólks streymir í kirkjurnar til að upplifa stærstu hátíð kristninnar.

Hjá okkur hér á Möðruvöllum er mikið um að vera eins og alltaf um hátíðir.  Á skírdag verður skírð hér í kirkjunni lítil stúlka frá Þrastarhóli, sem er næsti bær norðan við okkur hér í hlíðinni.  Þar búa ung hjón sem voru að eignast sitt fjórða barn.

Á föstudaginn langa verða allir passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í kirkjunni frá kl. 13:00 og fram eftir degi.  Það er Leikfélag Hörgdæla sem skipuleggur og sér um lesturinn og er þetta tólfta árið í röð sem allir sálmarnir eru lesnir.  Eftir fimmta hvern sálm spilar organistinn okkar, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir fallega tónlist.  Á meðan sálmarnir eru lesnir er heitt á könnunni í Leikhúsinu og getur fólk komið og farið að vild á meðan sálmarnir eru lesnir.  Alltaf eru einhverjir sem hlusta á alla sálmana.

Laugardaginn fyrir páska kl. 11:00 f.h. verður ferming í Bakkakirkju í Öxnadal, en það er elsta kirkjan hér í Eyjafirði.  Þá verður fermdur Davíð Heiðmann Aðalsteinsson sem býr á Auðnum í Öxnadal.  Hann er yngstur fjögurra systkina, sem ég hef öll fermt.

Á páskadag er hátiðaguðsþjónusta í Möðruvallakirkju kl. 14:00.  Eftir guðsþjónustuna er messukaffi í Leikhúsinu hér á Möðruvöllum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s