Mikið er kirkjan okkar rík – af dásamlegu fólki

Þegar ég fór yfir gærdaginn í huganum hugsaði ég fyrst og fremst þessa setningu:  kirkjan er rík.

Ég skírði litla stúlku sem nágranna fólk mitt var að eignast.  Þetta er þeirra fjórða barn, en móðirin er yngst af ellefu systkinum frá Þrastarhóli, sem er næsti bær norðan við Möðruvelli.  Þegar þessi systkini koma á heimaslóðirnar liggur leið þeirra gjarnan í kirkjuna til messu.  Hér voru þau skírð og fermd, hér er þeirra kirkja.  Hér hvílir faðir þeirra í kirkjugarðinum, en hann jarðsöng ég fyrir nokkrum árum.  Ungu hjónin sem hafa tekið við búinu á Þrastarhóli eru reglulegir kirkjugestir og börnin kunna alla sunnudagaskólasöngvana sem sungnir voru í lok skírnarinnar.  Í kirkjunni voru milli 50 og 60 manns, enda stór fjölskylda.  Við búum líka svo vel hér á Möðruvöllum að geta boðið upp á hús fyrir skírnarveislu, Leikhúsið, sem er safnaðarheimilið okkar.

Eftir skírnarveisluna voru hátíðatónleikar í Hofi, menningarhúsinu nýja á Akureyri.  Þar lék Sæunn Þorsteinsdóttir sello konsert í e-moll eftir Elgar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands léku sinfóníu nr. 5 eftir Shostakovich.  Bæði þessi verk hafa þau áhrif á hlustandann að hann fer ekki samur heim.  Ég hugsaði þegar ég horfði á allt þetta unga fólk sem sat á sviðinu, en þau voru á milli 80 og 90 talsins: mikið er kirkjan okkar rík – af dásamlegu fólki.  Mjög stór hluti unga fólksins okkar hefur tónlistarnám, stór hluti þeirra heldur áfram til fullorðinsára og stór hluti af þeim kemur á beinan hátt að kirkjulegu starfi með því að spila í athöfnum, í messum og á tónleikum í kirkjum.

Um kvöldið fórum við hjónin í kvöldmessu í Ólafsfjarðarkirkju.  Þar þjónaði sr Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur af mikilli fagmennsku og hlýju.  Kirkjan var þéttsetin af fólki og allir komu til altaris.  Hér var hin lifandi kirkja á ferð með Jesú að kvöldmáltíðarborðinu og inní píslarsögu föstudagsins langa.  Enn á ný hugsaði ég:  Mikið er kirkjan rík -af fólki sem vill koma saman til samfélags við Jesú Krist og samfélags við hvert annað og upplifa þann frið sem fyllti hjörtu okkar þegar við gengum út í hlýtt næturmyrkrið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s