Gleðidagar

 

Það er hollt fyrir hugann að skipta tímanum upp í tímabil.  Í mörg ár horfði ég á árið sem níu mánaða langan vetur og þrjá sumarmánuði.  Svo var vorið og haustið eitthvað órætt þarna á milli, sem enginn vissi hvenær byrjaði eða endaði.

Mér fannst veturinn óendanlega langur og mér fannst sumarið rétt vera að byrja þegar daginn var aftur farið að stytta.  Þetta var einn vonlaus tímavítahringur. 

 

Einn góðan veðurdag ákvað ég að hætta að hugsa svona.

Ég ákvað í huga mínum að vorið byrjaði á jafndægri á vori, sumarið byrjaði á sumarsólstöðum, haustið byrjaði á haustjafndægri og veturinn á vetrarsólstöðum.  Nú var ég komin með fjórar jafnlangar árstíðir og leið þar af leiðandi miklu betur.  Ég fann að við getum mótað líðan okkar með huganum hvað varðar tímann eins og svo margt annað.

 

Kirkjuárinu er líka skipt upp í tímabil.  Þau afmarkast af  stórhátíðunum þremur, jólum, páskum og hvítasunnu.  Undirbúningstímann fyrir jól, köllum við aðventu og undirbúningatímann fyrir páska köllum við föstu. Aðventan og fastan eru íhugunartími.  Á aðventu íhugum við undrið, að Guð kom í heiminn í litlu barni og á föstunni íhugum við þjáningu og dauða Jesú Krists.  Fastan hefst á öskudegi og varir í 50 daga.  Á þeim tíma lesum við gjarnan Passíusálma Hallgríms Péturssonar eða hlustum á þá í útvarpi.

 

Tímabilið frá páskum til hvítasunnu er líka í 50 dagar, en það tímabil köllum við gleðidaga.  Upprisuboðskapurinn er mikill gleðiboðskapur, hann inniheldur fréttirnar góðu um að Jesús Kristur sigraði dauðann og gaf okkur um leið fyrirheiti um eilíft líf með sér. En páskaboðskapnum lýkur ekki á annan í páskum.  Gleðin yfir upprisunni gegnsýrir líf okkar í hversdagslífinu, heima og í vinnunni.

Á sunnudögum á gleðidagatímabilinu fáum við að heyra í kirkjunni skemmtilegustu sögur guðspjallanna.  Við fáum að heyra sögur af því þegar Jesús birtist vinum sínum og vinkonum upprisinn og þessar sögur eru afar fjölbreyttar.  Þær er að finna í síðustu köflum guðspjallanna.  Ein segir frá því að Jesús birtist Tómasi, sem efaðist í hjarta sínu að Jesús væri í raun og veru upprisinn.  Þá birtist Jesús þeim og bauð Tómasi að setja fingur sinn í naglaförin og síðusárið.

Önnur segir frá því að Jesús birtist vinum sínum við Tíberíasvatn, stóð á ströndinn og var að grilla fisk og brauð.

 

Á gleðidögunum sem í hönd fara mun ég skrifa um þessar sögur og hvaða merkingu þær hafa fyrir daglegt líf okkar árið 2012.

Megir þú njóta gleðidaganna og Guð gefi þér gleði og frið á þessu stórkostlega tímabili kirkjuársins.

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s