Kirkja gleðinnar – að dreyma mörgæsir

Í gær skrifaði ég pistil um gleðidagana, sem eru nú frá páskum og fram að hvítasunnu.  Fátt eitt vissi ég um það þá hvað kirkjan ætti eftir að gefa mér mikla gleði frá því að ég skrifaði þann pistil.

Við hjónin fórum í kvöldguðsþjónustu í gærkveldi, á annan í páskum, á Hálsi í Fnjóskadal.  Úti var norðanhríð og kafaldsbylur.  Inni í kirkjunni var hlýtt og fallegt og kirkjan full af yndislegu fólki.  Presturinn sr. Bolli Pétur Bollason hóf guðsþjónustuna á þessum orðum:  „Ég verð að segja ykkur hvað mig dreymdi aðfararnótt páskadagsins.  Mig dreymdi að ég stæði við gluggann í Laufási og úti fyrir voru mörgæsir á vappi.  Svo komu menn frá dýragarðinum til að fjarlægja mörgæsirnar.  Þetta túlkaði prestur sem svo að mörgæsirnar, sem væru í þessu tilfelli tákn kulda þar sem þær lifa á suðurskautinu, hefðu verið fjarlægðar.  Sem sagt: kuldinn er fjarlægður og við förum að fá hlýjindi og vor í loft.“  Þessi litla draumafrásögn vakti mikinn gleðidaga-páskahlátur í kirkjunni og áfram hélt fólki að líða vel við notalegan sálmasönginn, fallega útleggingu á páskaguðspjallinu og fyrirbænum fyrir okkar nánustu.

Áfram hélt kirkjan að gefa okkur gleði í allan dag þegar við hjónin fórum um Þingeyjarsýslu og hittum sóknarnefndarformenn og presta vegna vígslubiskupskjörsins sem framundan er.  Enn og aftur hugsaði ég um það hversu kirkjan okkar er rík af fólki sem elskar kirkjuna.  Út um allt land er fólk, sem hefur brennandi áhuga á að hlúa að kirkjum sínum og efla lifandi safnaðarstarf.

Já, kirkjan hefur gefið okkur mikla gleði í dag, einmitt núna í upphafi gleðidaganna.  Megi kirkjan okkar halda áfram að blómstra um leið og blómin springa út á þessu voru og megi kuldinn verða fjarlægður úr garðinum okkar eins og mörgæsirnar úr garði sr Bolla í Laufási.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s