Hvað er leikmanneskja?

Um næstu helgi verður 26 . Leikmannastefna þjóðkirkjunnar haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.  Þar koma leikmenn saman og ræða um kirkjustarf frá sjónarhóli leikmanna.

En hvað er leikmaður, leikkona eða réttara sagt leikmanneskja?

Leikmanneskjur eru öll þau sem leggja kirkjunni lið á einhvern hátt, en eru ekki vígð sem djáknar, prestar eða biskupar.  Þetta er gífurlegur fjöldi fólks um allt land, fólk í sóknarnefndum, safnaðarstarfsfólk, kirkjuverðir, meðhjálparar, organistar, kórfólk, hringjarar og miklu miklu fleiri.

Mér hefur alltaf fallið frekar illa að tala um leikmanneskjur í kirkjunni.  Leikmanneskja hljómar eins og ekki-fagaðili, en það er alls ekki hugsunin að baki þessu hugtaki.  Þó ég sé vígð prestur, þá er ég leikmanneskja á bílaverkstæðinu þar sem bifvélavirkinn er fagaðili og organistinn minn er fagaðili í tónlistinni og kórstjórninni.  Á því sviði er ég leikmanneskja.

Mér finnst að í framtíðarkirkjunni, sem er núna aðeins rétt handan við hornið, þá ættum við að tala um kristið fólk þegar við erum að tala um þau sem vilja leggja kirkju sinni lið.  Kristið fólk ann kirkju sinni, sækir guðsþjónustur og annað safnaðarstarf og leggur fagmennsku sína í það sem um er að vera hverju sinni.  Kristið fólk predikar, þjónar fyrir altari, skírir, giftir og grefur.

Við eigum ekki að draga fólk í dilka í kirkjunni og flokka það í vígða og leikmanneskjur.  Við erum öll kristið fólk, sem höfum mismunandi hlutverk og mismunandi náðargáfur sem Guð hefur gefið okkur.  Nýtum náðargáfur okkar í þágu kirkjunnar og þá finnum við svo vel hvernig kirkjan starfar eins og einn líkami.

Að svo mæltu óska ég Leikmannastefnunni allrar Guðs blessunar í störfum sínum í Keflavík.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s