Að efast á gleðidögunum

Gleðidögunum fylgja alveg dásamlegar frásagnir.  Sumar eru fallegar  auðskildar á meðan aðrar eru næstum sárgrætilegar.  Sagan af Tómasi fær mig alltaf til að tárast.  Tómas var ekki með lærisvinunum þegar Jesús birtist þeim upprisinn á páskadag.  Hann trúði ekki vinum sínum og sagði að ef hann fengi ekki að snerta sár hans myndi hann alls ekki trúa.  Vika leið og ekki gaf Tómas sig.  Þetta gat ekki verið satt.  Þá birtist Jesús þeim aftur og kallaði þá sérstaklega á Tómas. Þegar Tómas sá sárin fór hann með styðstu trúarjátningu guðspjallanna og kanski þá einlægustu, þegar hann segir:  „Drottinn minn og Guð minn.“

Ég hef stundum sagt við fermingarbörnin mín, að það væri einfalt ef þau þyrftu aðeins að læra trúarjátningu Tómasar fyrir ferminguna.  Þeim líst yfirleitt vel á þá hugmynd.  Þau læra hana yfirleitt fljótt.  Þeim finnst líka gott fyrir sína eigin trú að kynnast efa Tómasar.  Á fermingaraldrinum er fólkið okkar oft efagjarnt og vill fá hlutina einfalda og sýnilega og þannig erum við reyndar öll á hvaða aldri sem við erum.  Við erum efasemdarfólk

En hugsum aðeins um raunveruleika efasemdarfólks. Efasemdarfólk hefur daginn á því að setjast við tölvur sínar og lesa bréf sem einhver annars  staðar á landinu eða jafnvel í fjarlægum löndum hefur skrifað þá um morguninn. Bréfin skila sér eftir einhverjum ósýnilegum leiðum.  Efasemdarfólkið kveikir ljós og ristar brauð með tækjum sem eru knúin af ósýnilegu rafmagni.  Efasemdarfólk talar í gemsana sína og á skype-inu með ósýnilegum þræði yfir lönd og álfur. En efasemdarfólkið trúir ekki á Jesú nema það fái að snerta og koma við sárin.

Gleðidagarnir gefa okkur gleði trúarinnar.  Það er svo margt sem er ósýnilegt í kringum okkur.  Kraftur Guðs er eitt af því sem er ósýnilegt í kringum okkur, eða hvað?  Við sjáum kraft Guðs í fólki sem Jesús reisir upp daglega.  Við getum þreifað á því hvernig Guð bænheyrir okkur þegar við virkilega höfum augun opin fyrir handleiðslu hans í daglegu lífi okkar.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Að efast á gleðidögunum

  1. Bakvísun: Gleðidagar og efi | á+k

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s