Lifandi grasrótarkirkja

 

Í Þingeyjarsýslum og Skagafirði er lifandi grasrótarkirkja.  Þessu höfum við hjónin komist að á ferð okkar um þessar sýslur á undanförnum dögum.  Við höfum heimsótt sóknarnefndarformenn og presta til sveita og fundið fyrir einstökum hlýhug í garð kirkjunnar.  Alls staðar er sama viðmótið.  Fólkið elskar kirkjuna sína og vill gera allt til að vegur hennar aukist og traust til kirkjunnar eflist á komandi vikum og mánuðum.  Allir fagna auknu lýðræði og þátttöku í biskupskjöri. 

Kirkjan okkar er rík af mannauði.  Alls staðar er fólk sem leggur á sig mikla sjálfboðaliðsvinnu til að fólki getið liðið vel í kirkjunni sinni.  Í sumum sóknum býr ekki margt fólk, en öllum finnst skipta máli að geta komið í kirkjuna sína og átt helga stund hvort sem er á hátíðum, venjulegum sunnudögum eða við athafnir í fjölskyldunni.

Á komandi vikum munum við halda áfram að heimsækja fólk og kynnast grasrótarkirkjunni á Austfjörðum í Húnavatnssýslum og hér í Eyjafirði.  Verði ég kjörinn vígslubiskup í Hólum mun ég fara með dýrmætt vegansti inn til þeirrar þjónustu.  Gestrisni fólks hlýja og umhyggja mun fylgja mér um langa framtíð.

Það verður gaman að fá að móta kirkjuna í samstarfi við allt þetta góða fólk.  Megi góður Guð blessa þau öll sem leggja kirkjunni sinni lið.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s