Beinum sjónum okkar til Jesú í sumar

Gleðilegt sumar, gleðilegt sumar!

Það er gaman að segja gleðilegt sumar á gleðidögunum þegar við beinum sjónum okkar til hins upprisna frelsara sem hefur reist alla sköpunina upp frá dauðum.

Í upphafi sumars leggjum við hjónin í austurför.  Stefnum við að því að hitta sem flesta sóknarnefndarformenn og presta á Austfjörðum á næstu dögum til að undirbúa Hólabiskupskjörið.  Það er einlæg tilhlökkun í hjartanu mínu að hitta allt þetta fólk sem hefur svo einlægan áhuga á kirkjunni sinni, kirkjunni í heimabyggð.

Það er svo gaman að tala um kirkjustarfið við fólk sem hefur framtíðarsýn og gleðst yfir því að það sé hlustað á það.  Það verður dýrmætt veganesti fyrir mig ef svo gleðilega vildi til að ég næði kjöri á Hólum.  Þá er það næringaríkt nesti í pokanum mínum að hafa hitt allt þetta fólk sem við erum nú að fara að hitta.

Þegar ég vaknaði í morgun fór ég inn á http://www.biblian.is og dró mér mannakorn eins og ég geri ævinlega á morgnana.  Ég bað Guð að gefa mér nú sérstaklega gott mannakorn sem gæti vísað okkur veginn á ferð okkar.  Ég dró þetta mannakorn:  „Beinum sjónum okkar til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Hann leið með þolinmæði á krossi og mat smán einskis af því að hann vissi hvaða gleði beið hans og hefur nú sest til hægri handar hástóli Guðs.“

Betra veganesti get ég ekki hugsað mér.  Að hafa Jesú í stafni eins og sjómennirnir í gamla daga og beina sjónum sínum að honum er góð áminning, vitandi það að hann þurfti að líða áður en hann gekk inn þeirrar gleði sem beið hans.  Þetta er einmitt gleði gleðidaganna og þetta er gleði sumarsins.

Nú eru fuglarnir farnir að fylla Hörgárdalinn, stelkur og lóa syngja hér suður á túninu og ég veit að fleiri fuglategundir bætast í hópinn á ferð okkar austur og suður um firðina.  Fulgarnir syngja og minna okkur á sigur sumarsins yfir vetrinum og sigur lífsins yfir dauðanum.

Gleðilegt sumar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s