Að ferðast um kirkjuna

Það er stórkostleg tilfinning að ferðast um kirkjuna á gleðidögunum.  Við hjónin erum að koma úr sex daga ferðalagi um kirkjuna á Austur- og Norðurlandi.  Höfum við heimsótt sóknarnefndarformenn og presta til að undirbúa Hólabiskupskjörið.  Alls staðar hefur verið tekið höfðinglega á móti okkur og gleði kirkjunnar um allt land hefur blasað við okkur.

Hvar sem litið er eru fallegar kirkju, sem er vel við haldið af þeim sem elska kirkjurnar sínar og verja drjúgum tíma af frítíma sínum til að hlúa að lifandi kirkjustarfi í sjálfboðaliðavinnu.  Það er hins vegar sorglegt að heyra að lækkun sóknargjalda bitnar helst á hinu lifandi starfi.  Víða hafa söfnuðir ekki efni á að borga organistum eða barnastarfsfólki.  Nú þurfa allir að taka höndum saman um að leiðrétta sóknargjöldin sem hafa lækkað mun meira en gert var ráð fyrir. Þegar því grettistaki hefur verið lyft verður aftur bjart yfir sóknum landsins.

Það sem eftir lifir í hugum okkar eftir þessa ferð er fyrst og fremst gleði og þakklæti til allra þeirra sem tóku á móti okkur.  Það er mikill fjársjóður sem verðandi Hólabiskup hefur í farteskinu að hafa kynnst öllu þessu dýrmæta fólki.  Flestir voru að undirbúa sauðburð, aðra hittum við við grásleppuverkun, í laxeldi, við störf á heislugæslu og í pósthúsum og sparisjóðum.  Alls staðar er kirkjunnar fólk virkt í samfélögum sínum.

Já, það er gaman að ferðast um kirkjuna sína á gleðidögum.  Næst munum við heimsækja kirkjuna á Norð-vesturlandi.  Það er mikið tilhlökkunarefni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s