Þrír nýir biskupar

Nú voru þær fréttir að berast að sr. Agnes M. Sigurðardóttir verður næsti biskup Íslands.  Öll kirkjan gleðst yfir þessum tíðindum.  Sr. Agnes er einlægleglega trúuð kona, samvinnufús og elskuleg í alla staði.  Hún hlustar á fólk og tekur ákvarðanir af yfirvegun og ákveðni.

Í fyrra var kjörinn nýr Skálholtsbiskup.  Sr. Kristján Valur Ingólfsson er eins og Agnes hæfileikaríkur maður og miðlar einnig miklu trúartrausti bæði í orðum og athöfnum.  Í næsta mánuði verður kjörinn nýr Hólabiskup.

Ég sé það fyrir mér að þessir þrir nýju biskupar fái tækifæri sem ef til vill hefur aldrei gefist áður í kirkjunni okkar.  Ég sé það fyrir mér að hinir þrír nýju biskupar setjist niður og skipuleggi biskupsþjónustuna í landinu eftir þeim náðargáfum sem Guð hefur gefið þeim.

Sr. Kristján Valur er sérfræðingur á sviði tónlistar og helgisiða.  Þau svið gætu því t.d. fallið undir verksvið Skálholtsbiskups. Nái ég kjöri sem Hólabiskup sé ég fyrir mér að fræðslumálin gætu heyrt undir  Hóla. Þegar nýir biskupar taka við af okkur myndu þau skoða hvaða náðargáfur þeim hefur verið gefið og skipuleggja þannig þjónustuna upp á nýtt.

Kirkjan þarf að vera í stöðugri þróun og mótun. Nú er vor í kirkjunni eins og um allt land.  Nú er verið að plægja og undirbúa jarðveginn fyrir komandi sumar.  Tökum öll þátt í þeirri mótun sem kirkjan okkar er í núna.  Þá munum við líka sjá fallega uppskeru sem mun margfaldast á næstu árum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s