Verkefnastjóri í áreiðanleikateymi

Á ferð minni um Austur- og Norðurland um liðna helgi hitti ég margt skemmtilegt fólk.  Ég hitti fólk við vinnu sína við ótrúlega fjölbreytt störf.  Atvinnuástand er misjafnlega gott eftir byggðarlögum og afkoma fólksins byggist auðvitað á því hvort einhverja atvinnu er að fá eða ekki.

Sum byggðarlögin byggja á landbúnaði, önnur á sjávarútvegi og enn önnur á iðnaði.  Á einum stað hitti ég unga og vel menntaða konu sem er verkefnastjóri í áreiðanleikateymi.  Þetta fannst mér afar athyglisvert.  Mér fannst starfsheitið innihaldsríkt og þrungið merkingu.

Ég hef sterka tilhneigingu til að  heimfæra allt sem ég sé og heyri á minn heimavettvang og því fór ég að hugsa um hvort kirkjan þyrfti ekki verkefnastjóra í áreiðanleikateymi.  Svo fór ég að heimfæra þetta upp á allt þetta frábæra fólk sem er að vinna í kirkjunni.  Erum við ekki öll í áreiðanleikateymi.  Erum við ekki öll sem unnum kirkjunni okkar að vinna að því að áreiðanleikinn sé hafður að leiðarljósi í öllu okkar lífi og starfi.

Ég sé nýja biskupinn okkar fyrir mér sem verkefnisstjóra í áreiðanleikateymi.  Hún hlustar á fólk og henni er annt um fólk.  Ég sé fyrir mér að hinir þrír nýju biskupar sem munu móta kirkjuna á næstu árum verði teymi, teymi sem vinnur saman að því að efla og styrkja kirkjuna og gera hana að þeim vettvangi áreiðanleika sem hún á að vera.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s