Eflum Hóla

Á ferðum okkar um Norður- og Austuland hefur oft verið velt vöngum um nauðsyn vígslubikupsembættanna.  Ég hef miðlað þeirri bjargföstu skoðum minni að annað hvort eigi að leggja niður embættin eða efla þau mikið.  Eins og ég hef sagt áður í pistlum mínum er stórkostlegt tækifæri nú að endurskoða verkaskiptingu biskupanna þar sem þrír nýir biskupar eru að taka við á örfáum mánuðum.

Á ferð okkar um Skagafjörðinn í gær hittum við mjög marga áhugasama sóknarnefndarformenn og presta.  Það sem þau áttu sameiginlegt var áhugi þeirra á að efla Hóla.  Ég hef safnað öllum þessum hugmyndum í hugmyndabanka sem mun nýtast mér frábærlega vel þegar og ef Guð lofar að ég nái kjöri á Hólum.

Skagafjörður er mikið menningarsvæði og komumst við sannarlega að því þegar við sóttum tónleika í Miðgarði við upphaf sæluviku.  Guðrún Gunnarsdóttir, Álftagerðisbræður, unglingakór og ungir hljóðfæraleikarar og söngvarar, Herdís og Sigvaldi og söngsystur úr Skagafirði skemmtu gestum með fallegum og vönduðum söng.

Kórar eru margir í Skagafirði, karlakór, óperukór, blandaðir kórar, margir kirkjukórar og unglinga- og barnakórar.  Framtíðin er björt þegar svo margir eru tilbúnir að fegra það mannlíf sem lifað er í bæjum og sveitum á landsbyggðinni.

Með svo margt hæfleikaríkt og vel menntað fólk á svæðinu eru mikil tækifæri að efla Hólastað, sem býr yfir mikilli sögu og menningararfleifð fyrir utan að þar er öflugt mannlíf sem tengist Háskólanum á Hólum.  Það er dýrmætt veganesti sem ég tek með mér til eflingu staðarins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s