Jesús grillar á gleðidögunum

 

Jesús stendur á ströndinni og grillar.  Hann grillar fisk og brauð.  Nú er grilltíminn að fara í hönd og næstkomandi sunnudag munum við grilla eftir guðsþjónustu á Möðruvöllum.  

En er þetta í alvörunni satt, að Jesús hafi grillað?

Ein af stórkostlegu sögunum sem við fáum að heyra á gleðidögunum er frásagan af því þegar vinir Jesú voru farnir að snúa sér að daglegu verkum sínum eftir að hafa fylgt Jesú í þrjú ár. Þeir fóru út á Tíberíasvatn að veiða, en veiðin var dræm.  Þá birtist Jesús þeim á ströndinni, upprisinn, og sagði þeim að kasta netinu hinu megin við bátinn.  

Þá fylltust netin.

Svo hélt Jesús áfram að standa á ströndinni eftir þennan mikla fiskidrátt og þegar vinirnir komu í land var hann að grilla fisk og brauð.  Þarna áttu þau svo notalegt samfélag yfir matnum og enn á ný sannfærðust þau um að Jesús væri í raun og veru upprisinn.

Það sem mér hefur hins vegar fundist athyglisvert við þesa sögu er hvernig Jesús bendir vinum sínum á aðra leið til árangurs.  Við segjum stundum þegar illa gengur: “ þegar Guð lokar dyrum þá opnar hann glugga“.  Þetta geta margir vitnað um í lífi sínu.

Þegar illa gengur ættum við að líta upp úr vandræðum okkar og skoða hvort við getum gert þetta einhvern veginn öðruvísi.  Kastað netunum hinu meginn við bátinn svona í óeiginlegri merkingu og sjá hvort ekki gengur betur.  Við ættum að taka þetta upp sem máltæki í lífi okkar og minna á um leið að það er Jesús sem leiðir okkur í þessa átt.

Ég sé fyrir mér að nú muni kirkjan kasta netum sínum hinum megin við bátinn.  Með nýrri forystu og nýjum biskupum munum við finna nýjar leiðir til að boða fagnaðarerindið um að Jesús Kristur er upprisinn.  

Köstum netum okkar hinu megin við bátinn og horfum til Jesú sem leiðarljóss á þeirri vegferð, þá fáum við að taka þátt í mikilli grillveslu með honum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s