Andleg næringarmiðstöð

Undanfarnir dagar hafa verið lærdómsríkir.  Enn höfum við hjónin verið á ferðinni og nú um Húnavatnssýslur.  Þar býr dugandi fólk og ríkt af reynslu.  Í Húnavatnssýslum eru tuttugu sóknarkirkjur eins og reyndar í Skagafirði líka.  Jafnmargar sóknarnefndir vinna við að halda við kirkjum sínum og kirkjugörðum af natni og elsku.

Sóknarnefndarfólkið er líka boðið og búið til að vera á vaktinni ef einhver vill skoða kirkjurnar eða hafa í þeim skírn eða giftingu.  Algengt er líka að börn bæði úr sveitinni og börn sem eiga ættir sínar að rekja til sóknarinnar fái að koma og fermast í þessum yfirleitt litlu fallegu kirkjum.

Ég hef lært mikið á þessari ferð.  Ég hef lært það að þau eru ótal mörg sem vinna sjálfboðaliðavinnu fyrir kirkjuna um allt land.  Um landið allt er þéttriðið net fólks, sem vinnur vel fyrir kirkjuna.  Hér er kirkjan ekki veik heldur sterk og þetta eru undirstöðurnar.  Þær eru ekki veikar.  Þess vegna þurfum við fyrst og fremst að hlúa að þessum undirstöðum.

Ég sé fyrir mér að í framtíðinni geti Hólar í Hjáltadal orðið andleg næringarmiðstöð fyrir allt þetta fólk.  Ég sé fyrir mér að við getum umbunað þessu fólki á einhvern hátt.  Sumum myndi henta að vera boðið á kyrrðardaga, öðrum myndi henta fræðsla um kristna trú og enn öðrum myndi henta að fræðast um regluverk kirkjunnar.

Ég sé fyrir mér að auðvelt verði að halda utan um þennan hóp sem við höfum verið að hitta.  Við þurfum að hlusta á þarfir þeirra og koma til móts við hvað hentar hverjum.  Þá mun kirkjan eflast og dafna þegar við hlúum við að þeim undirstöðum sem byggja hana upp.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s