Menntaskólinn á Tröllaskaga

Tröllaskagi er stórt og fyrirferðamikið orð, enda er skaginn tröllslegur á að líta, fjöll hrikaleg og margir litlir jöklar prýða hann víða.  Fyrir 22 árum ( ég man þetta nákvæmlega af því að þá gekk ég með yngstu dóttur mína) var ég á fundi á Löngumýri í Skagafirði og átti pantað flug suður síðdegis, en þá var flogið frá Sauðárkróki.  Þegar við vorum komin í loftið var okkur tilkynnt að „millilent“ yrði á Húsavík.  Því flugum við þvert yfir Tröllaskagann í mikilli ókyrrð, enda urðum við veðurteppt á Húsavík.

Tröllaskaginn hefur síðan við fluttum norður á Möðruvelli í Hörgárdal verið lifandi hluti af lífi okkar.  Staðarhnjúkur, sem trjónir hér yfir staðnum er hluti af Tröllaskaga og við höfum bæði gengið og riðið um allan skagann þveran og endilangan.  Eitt sinn gekk ég með góðum vinkonum eftir öllu Auðbrekkufjalli, pílagrímagöngu gekk ég frá Bægisá að Hólum í Hjaltadal og svo höfum við riðið yfir Ólafsfjarðarskarð og Siglufjarðarskarð yfir Reykjaheiði og um Þorvaldsdal, allt er þetta landslag á Tröllaskaga.

Í gær birtist okkur alveg ný mynd af skaganum.  Við fórum í Ólafsfjörð á ferð okkar til sóknarnefndarformanna.  Formaður sóknarnefndar Ólafsfjarðarsóknar er aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.  Þangað var áhugavert að koma.  Hún sýndi okkur skólann og þá stórkostlegu aðstöðu sem í skólanum er.  Við skoðuðum skólastofur og starfsaðstöðu fyrir fatlaða.  Við dáðumst að listaverkum sem nemendaur á listnámsbraut hafa unnið að.

Þvílíkur fengur fyrir byggðarlögin á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík að hafa svo frábæran framhaldsskóla á sínu svæði.  Það eflir samfélagið allt.  Það eflir menningu og mannlíf.  Það eflir fjölskyldutengslin og atvinnulífið.  Það eflir kirkjuna og trúarlífið.  Skólinn gerir mannlífið á Tröllaskaga betra.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s