Hvað eiga hrossamerkingamaður og hjúkrunarfræðingur sameiginlegt?

Fjárbóndi, kúabóndi, hrossabóndi, hrossamerkingamaður, kornræktandi, smiður, verkefnastjóri, aðstoðarskólastjóri, leikskólastjóri, verslunarkona, kennari, verkfræðingur, skólabílstjóri, hljóðfæraleikari, sjómaður, trillukarl, grásleppukarl. bifvélavirki, aðstoðarskólameistari, húsmóðir, organisti, póstur, laxeldi, skrifstofukona, verktaki, skólaliði, hótelstjóri, ferðaþjónustubóndi, safnvörður, kirkjuvörður, hjúkrunarfræðingur.

Hvað á allt þetta fólk sameiginlegt?

Það á það sameiginlegt að vinna í sjálfboðaliðavinnu fyrir kirkjuna sína og vera formenn sóknarnefnda sinna. Nú er ferð okkar að verða lokið milli sóknarnefndarfólks í Hólastifti. Við erum búin að koma inn á mörg heimili, en við erum líka búin að koma á marga vinnustaði.  Þá fáum við að sjá hversu ólík störf fólk er að vinna, þó þau eigi sér öll þetta sameiginlega áhugamál að vilja vinna fyrir kirkjuna sína.

Í gær hófum við daginn við morgunverðarborð á prestsetrinu á Melstað í Miðfirði, fórum svo í heimsókn í glæsilegt skrifstofuhúsnæði í safnaðarheimilinu á Hvammstanga.  Næst hittum við hrossabónda, sem vinnur í Straumsvík, þá komum við inn á mikið menningarheimili á kirkjustað í Svarfaðardal og enduðum daginn á því að fara ofan í glæsilegan mjaltabás í sama dal.

Alltaf hugsa ég eftir hvern dag:  Mikið er kirkjan rík af mannauði.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s