Stuðningur við barna- og æskulýðsstarf

Á síðast liðnu kirkjuþingi samþykktum við tillögu um að koma á fót Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar og nú er búið að skipa nefndina og ákveða fyrsta fundardaginn í lok maí.  Því ber að fagna á þessum fallegu vordögum sem við nú erum að upplifa.

Hlutverk nefndarinnar er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir umræðu um barna- og unglingastarf kirkjunnar um land allt, stöðu þess og þróun. Nefndin er biskupi, prófastsdæmum og öðrum þeim sem eiga fulltrúa í nefndinni til ráðgjafar og stuðnings um stefnu og mótun í æskulýðsstarfi kirkjunnar.

Nefndin á að leggja mat á stöðu starfsins heima í héraði sem og á landsvísu og skoða hvaða leiðir séu færar til að efla æskulýðsstarfið um land allt, hvort heldur það sé í gegnum samstarf við ýmsa aðila, gerð fræðsluefnis, námskeiðahald, fundi eða með hverjum þeim leiðum sem nefndarfólk sér færar. Þingsályktunin í heild sinni er aðgengileg á vef Kirkjuþings: http://kirkjuthing.is/gerdir/2011/21

Barna- og æskulýðsstarf er lang mikilvægasta starf sem kirkjan vinnur.  Þar er lagður grunnur að því gildismati sem einstaklingar samfélags okkar byggja á um alla framtið.  Sílækkandi sóknargjöld hafa því miður bitnað víða á barna- og æskulýðsstarfi og allt of mörg dæmi eru um að æskulýðsfulltrúum hefur verið sagt upp eða starfshlutfall þeirra dregið saman.

Það er von mín og bæn að hin nýskipaða nefnd sem í eru 20 fulltrúar 12 konur og 8 karlar og langflest af yngri kynslóðinni muni standa vörð um þetta mikilvægasta starf okkar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s