Þrjár spurningar frá ritstjóra Orðsins

Frambjóðendum til vígslubiskups á Hólum hafa borist þrjár spurningar frá Arnaldi Mána Finnssyni ritstjóra Orðisins.

Fyrsta spurningin er: Hvernig sérð þú fyrir þér að kirkjan komi að uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Hólum í samstarfi við heimafólkið þar?

Svar: Á Hólum er gróskumikil ferðaþjónusta, sem ég sé fyrir mér að eigi aðeins eftir að aukast í framtíðinni.  Með tilkomu Héðinsfjarðargangna verður „Vesturhringurinn“ vinsælt ferðasvæði þar sem farþegar úr skemmtiferðaskipum munu bjóðast dagsferðir frá Akureyri, um Ólafsfjörð og Siglufjörð með viðkomu á Hólum.  Kirkjan og sagan talar þar sterkt til fólks og mun það geta orðið skemmtilegt samvinnuverkefni alls þess hæfileikríka fólks sem þjónar staðnum að taka á móti ferðafólki sem vill lifandi upplifun af staðnum t.d. með tónlist og helgihaldi.  Tröllaskaginn mun í framtíðinni verða heillandi vetrarparadís og þurfa Hólar að koma að þeim hugmyndum sem eru að fæðast varðandi þá þjónustu.  

Ég á mér þann draum að Hólar geti orðið miðstöð fræðslustarfs kirkjunnar.  Þangað gæti sóknarnefndarfólk og aðrir sem vinna sjálfboðin störf fyrir kirkjuna leitað næringar og fræðslu.  Þetta yrði að vera í samstarfi við Háskólann á Hólum svo samnýta mætti það húsnæði sem fyrir er á staðnum.

Önnur spurning varðar þá uppbyggingu sem hefur orðið um starf hr. Jóns Aðalsteins varðandi Hóla sem miðstöð miðaldatónlistar, Ríkinifélagið heldur þar árþing sitt og tónleikahaldi hefur verið sinnt allar helgar yfir sumartímann. Merkilegir fornleifauppgreftir bæði á staðnum og við Kolkuós styrkja þessar þreifingar – en um leið er þetta svipuð stefna og í Skálholti. Á Hólum eru merkir munir sem tengjast kaþólskum sið o.s.frv.
Hverjar eru þínar hugmyndir um stöðu Hóla í menningarlífinu?

Svar: Hólar eiga stóran þátt í allri Íslandssögunni, bæði frá miðöldum, eftir siðaskipti og í nútímanum.  Mikilvægt er að lyfta þeirri sögu upp bæði á sviði tónlistar, myndlistar, byggingarlistar og bókmennta.  Auðunarstofa er dæmi um afar vel heppnað tilgátuhús og gefur það innsýn inn í söguna hvað byggingarlist varðar.  Þannig má halda áfram að vinna eftir því sem hugmyndir fæðast við að gera söguna lifandi á staðnum og byggja ofan á það lifandi starf sem sr. Jón Aðalsteinn hefur byggt upp á staðnum

Þriðja og síðasta spurningin að þessu sinni varðar dreifðar byggðir Norðurlands og Austfjarða og allar þær kirkjumiðstöðvar sem raunar falla undir tilsjón biskups á svæðinu. Hvernig á að byggja þær upp í þessu árferði – eða hverja þeirra á að slá af svo að hinar verði byggðar upp með nokkrum sóma?

Svar: Kirkjumiðstöðvarnar í stiftinu eru lífæðar kirkjunnar, þó með ólíku móti sé.  Það hefur verið gaman að heyra hvernig Langamýri er að nýtast sem safnaðarheimili fyrir allan Skagafjörð.  Þar eru einnig haldin námskeið fyrir miklu stærra svæði og mikilvægt er að halda vel utan um það starf.  Vestmannsvatn þarfnast gagngerra endurbóta til að nýtast sem heilsárs kirkjumiðstöð allan ársins hring.  Hugmyndir hafa komið fram um að nýta kirkjujarðir í nágrenningu sem tekjulind til að byggja upp kirkjumiðstöðina.  Kirkjumiðstöðvarnar á Eiðum og á Eskifirði nýtast öllu Austurlandi þó á ólíkan hátt sé og haf þær verið reknar af heimsfólki af miklum myndarleik og sóma. Kirkjan þarf að hlúa vel að því starfi sem þar er unnið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s