Vígslubiskupskjörið að fara í gang

Nú hefur verið ákveðið að kjörseðlar vegna vígslubiskupskjörsins á Hólum verða sendir út föstudaginn 18. maí og kjörinu lýkur viku síðar eða föstudaginn 25. maí.  Atkvæði verða talin fimmtudaginn 31. maí.

Á vef kirkjunnar http://kirkjan.is/ er kominn hlekkur sem vísar á kjörið.  Þar segi ég í kynningu:

Ég gef kost á mér til vígslubiskupsembættisins á Hólum í Hjaltadal vegna þess að ég hef fengið köllun frá Guði til að víkka út þá þjónustu sem ég hef ynnt af hendi innan kirkjunnar s.l. 30 ár.
Ég fékk ung að árum köllun til prestsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég þjónaði í 17 ár og síðan í sveit s.l. 12 ár.
Ég finn að sú mikla reynsla sem ég hef af sálgsæslu muni nýtast mér vel til starfsins eins og mér finnst það þjóna kirkjunni best.
Nú eru mikil tímamót í kirkjunni þar sem þrír nýir biskupar eru að taka við á skömmum tíma.  Einnig er það kirkjusögulegur stórviðburður að fyrsta konan skuli nú hljóta biskupsvígslu og tel ég afar mikilvægt að hún sé vígð til biskups Íslands.  Vil ég óska sr. Agnesi hjartanlega til hamingju með kjörið og óska henni allrar Guðs blessunar. 
Verði ég kjörinn vígslubiskup á Hólum mun ég fyrst og fremst leitast við að hlúa að starfsfólki kirkjunnar og fjölskyldum þeirra svo og sóknarnefndum  og því góða starfi sem unnið er í söfnuðum landsins.  Á Hólum er unnið mikið menningarstarf og mun reynsla mín af menningar- og fræðslustarfinu sem ég hef komið að hér á Möðruvöllum undan farin ár nýtast mér vel til að koma að því starfi.
Vígslubiskupsstarfið hefur hingað til mótast mjög af þeim sem þjónar starfinu hverju sinni þar sem starfinu eru enn ekki markaðar nákvæmar skorður.  Sé ég fram til þess að í framtíðinni mótist biskupsþjónustan í landinu mjög af því fólki sem nú tekur við.  Þar finnst mér eðlilegt að ákveðin verkefni sem unnin eru á Biskupsstofu flytjist að einhverju marki til stólanna í Skálholti og á Hólum þannig að starfið eflist og styrkist.


Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s