Helstu stefnumál mín í vígslubiskupskjörinu

Nú er komið að því að kjósa í vígslubiskupskjörinu.  Kjörseðlar fara í póst á morgun föstudaginn 18. maí.

Því tel ég mikilvægt að taka saman helstu stefnumál mín, en þau eru:

– Umhyggja fyrir prestum , sóknarnefndum og starfsfólki kirkjunnar í stiftinu
Ég tel brýna þörf fyrir að hlúa þurfi vel að því góða starfi sem unnið er í söfnuðum
kirkjunnar í bæjum og sveitum.  Sé ég það sem verkefni vígslubiskups að annast
sálgæslu presta og starfsfólks kirkjunnar, bæði þeirra sem eru launaðir og þeirra
sem vinna sjálfboðin störf

– Efling Hólastaðar
Hólar eru mikill sögu- og menningarstaður.  Þar starfar Háskólinn á Hólum og þar
er góð ferðaþjónusta sem ég sé fyrir mér að muni eflast í framtíðinni.
Ég tel mikilvægt að ýmis þau verkefni sem nú eru unnin á biskupsstofu færist út
til stólanna þannig að vinna megi þau störf á landsbyggðinni í tengslum við söfnuði
á svæðinu.

– Lifandi upplifun af sögu staðarins með tónlist, myndlist og bókmenntum.
Auðunarstofa á Hólum er sýnishorn af byggingarlist miðalda.  Þær listgreinar sem
tengjast sögu staðarins eins og tónlist, myndlist, prentlist og bókmenntir má
setja upp á lifandi átt þannig að þau sem sækja staðinn heim fái tilfinningu fyrir
þeirri menningu sem verið hefur á Hólum frá upphafi til dagsins í dag.

– Kyrrðardagar, fræðsla, námskeið
Ég tel mikilvægt að á Hólum verði boðið upp á andlega næringu fyrir presta, sóknarnefndarfólk
og starfsfólk kirkjunnar.  Hlusta þarf vel eftir þörfum hvers og eins í því sambandi.
Einum kann að hugnast kyrrðardagar, þar sem boðið er upp á kyrrð, íhugun og útiveru.
Öðrum kann betur að líka að vera boðið upp á fræðslu um kristna trú eða annað sem tengist
því að rækta trúna í okkar daglega lífi.
Svo eru aðrir sem þiggja myndu námskeið um ýmisa þætti sem tengjast kirkjunni og uppbyggingu
hennar eða njóta samfélags við aðra sem eru að vinna að svipuðum þáttum.
Þannig gætu Hólar orðið vettvangur sóknarnefndarfólks og annarra sem tengjast kirkjulegu starfi  til að bera saman bækur sínar og tala saman.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s