Kærar þakkir fyrir stuðninginn

Nú er fyrri umferð vígslubiskupskjörsins á Hólum lokið og niðurstöður komnar.  Eftir niðurstöðuna er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir þann mikla stuðning sem mér hefur verið sýndur.  Ég fékk 76 atkvæði, sr. Kristján 57 og sr. Gunnlaugur 27. Því verður kosið aftur milli mín og sr. Kristjáns.  Kjörseðlar fara í póst í næstu viku, skiladagur er 13. júní og talið verður 20. júní. Þá verður bjartur dagur, sumarsólstöður og stutt í að fyrsta konan verði vígð til biskupsembættis á Íslandi, en sr. Agnes verður vígð þann 24. júní n.k.

Kjörsókn var góð í fyrri umferð eða 93%.  Þó vakti athygli hversu margir seðlar voru ógildir.  Það stafaði af því að annars vegar lagði fólk kjörseðilinn beint í brúna umslagið eða setti staðfestingu um kosningu með í atkvæðaumslagið.  Til að forðast þetta í seinni umferðinni er mikilvægt að fólk lesi leiðbeiningarnar sem fylgja atkvæðaseðlinum mjög vel.

Nú þegar seinni umferð er hafin bið ég fólk að lesa vel þá pistla sem ég hef skrifa hér á heimsíðu mína.  Hér hef ég skrifað um mikilvægi Hólastaðar, áherslu mína á að hlúa vel að því góða starfi sem unnið er í söfnuðum í hinum dreifðu byggðum stiftisins og hversu mikilvægt það er að standa fast á þeim kærleiksboðskap sem Kristur hefur kallað okkur til að flytja í heiminum.

Auk þess er velkomið að senda mér tölvupóst á srslara@ismennt.is eða hringja í mig í síma 462 1963 eða 898 4640.

Guð geymi ykkur og blessi ykkur öll.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Kærar þakkir fyrir stuðninginn

  1. Fegurð Guðs lýsi þér fram veginn, auðmýkt Jesú haldi þér í jafnvægi, andi Guðs fylli þig krafti og hin úrræðagóða María syngi þér kvennlega söngva um hugrekki og von.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s