TTT-sumardvöl á Vestmannsvatni

Nú teljum við dagana þangað til við förum með TTT-krakkana okkar í sumardvölina á Vestmannsvatni.  Þetta er orðinn árlegur viðburður hjá okkur í samstarfi við Akureyrarkirkju og Laufásprestakall.  Dvölin hefst mánudaginn 11. júní og verður til föstudagsins 15. júní.  Löngu er orðið yfirfullt í sumardvölina, enda afar vinsælt og skemmtilegt að dvelja á þessum fallega stað.

Yfirskrift dvalarinnar í ár er náungakærleikur.  Við munum vinna með sögur guðspjallanna um miskunnsama Samverjann, Sakkeus og týnda soninn.  Börnin munu læra þessar sögur, leika þær og vinna með þær allan tímann, en dvölinni lýkur með guðsþjónustu í Þorgeirskrikju föstudaginn 15. júní kl. 12:30.  Þá munu börnin sýna afrakstur vinnunnar í leik og söng. Þangað eru allir velkomnir, en Þorgeirskirkja er í alfaraleið í Ljósavatnsskarði.

Barna- og unglingastarf kirkjunnar er það sem mér finnst mest gefandi af öllu því fjölbreytta starfi sem kirkjan vinnur.   TTT- starfið er þar efst á blaði því krakkar á aldrinum tíu til tólf ára eru á skemmtilegum aldri og svo móttækileg fyrir boðskapnum.

Vestmannsvatn er kjörinn staður fyrir slíka sumardvöl.  Þar er fallegt umhverfi, þar er vatn þar sem hægt er að fara út á báta og gróðursælt til að fara í gönguferðir með nesti og nýja skó.  Mér finnst afar mikilvægt að kirkjan hlúi að þessum fallega stað, en endurnýja þarf margt á staðnum svo hægt sé að nýta hann fyrir alla aldurshópa árið um kring.  Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum þannig að svo megi vera.

Vestmannsvatn er kirkjumiðstöð á Norðurlandi sem við þurfum öll að hlúa að og þau sem hafa átt þar góðar stundir geta orðið vinir Vestmannsvatns, en sérstök síða er á facebook sem ber yfirskriftina Vinir Vestmannsvatns.  Þegar við hugsum um staðinn, biðjum fyrir honum og leggjum okkar að mörkum við uppbygginguna þá verður draumur okkar um betri kirkjumiðstöð á Vestmannsvatni að veruleika.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s