Þakklæti til Guðs og frábærs fólks

Þakklæti er mér efst í huga þegar ég vakna til þessa sólríka dags hér á Möðruvöllum.  Ég þakka Guði fyrir að hafa leitt mig allt mitt líf.  Ég er þakklát fyrir að hafa átt foreldra sem leiddu mig í heimi bænarinnar og trúðu á að ég gæti tekist á við allt.  Þegar ég hóf nám við guðfræðideildina sagði pabbi: Þú verður Hólabiskup.  Þá var mikið hlegið.

Nú hefur hins vegar sá kirkjusögulegi atburður gerst að meiri hluti starfandi biskupa verða konur.  Ég er sannfærð um að það mun sjálfkrafa hafa breytingar í för með sér.  Hvaða breytingar það verða er ekki gott að segja.  Við sáum ekki fyrir hvaða breytingar yrðu á kirkjunni við það eitt að konur komu í prestastétt, en nú eru allir sammála um að það hefur breytt miklu.

Ein af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í kirkjunni á undanförnum árum er að hún er að færast í átt að auknu lýðræði.  Nú hafa sóknarnefndir fengið að taka þátt í kjörinu og í því ferli sem fór fram fyrir vígslubiskupskosningarnar  kynntist ég öllu því stórkostlega fólki sem er að vinna fyrir kirkjuna um allt land.  Það er fyrst og fremst þeim að þakka að nú hafa tvær konur valist sem biskupar á Íslandi.

Takk, kæru kjörmenn fyrir góða þáttöku í kjörinu, en hún var 96%.  Takk fyrir að treysta mér til að starfa með ykkur á hinum kirkjulega vettvangi heima í héraði.  Takk fyrir að treysta mér til að starfa sem vígslubiskup heima á Hólum.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Þakklæti til Guðs og frábærs fólks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s