Mikilvægt að fyrsti kvenbiskupinn sé Biskup Íslands

Á morgun sunnudaginn 24. júní verður góð vinkona mín sr. Agnes M. Sigurðardóttir vígð Biskup Íslands.  Við kynntumst strax haustið 1976 þegar ég hóf nám við guðfræðideild Háskóla Íslands.  Hún var þá á öðru ári í deildinni.  Strax þetta haust kynntumst við einu konunni sem hafði verið vígð prestur á Íslandi, en sr. Auður Eir hafði verið vígð sem sóknarprestur á Suðureyri við Súgandafjörð tveimur árum áður.

Sr. Auður safnaði okkur kvenguðfræðinemum fljótlega undir vængi sína og kenndi okkur kvennaguðfræði sem hún hafði lært úti í hinni stóru Evrópu, en þar hafði hún búið um skeið.  Þessi fræði hafði hún numið hjá Lúterska heimssambandinu og Alkirkjuráðinu, en báðar þessar stofnanir hafa mikinn metnað fyrir hönd kvenna innan kirkjunnar.

Þegar sr. Auður fékk vígslu lagði hún mikla áherslu á að hún fengi stöðu sóknarprests.  Henni hafði boðist bæði sjúkrahúspreststaða og fríkirkjuprestsstaða, en hún sagði hátt og snjallt.  Fyrsti kvenpresturinn verður að byrja sem sóknarprestur, annars verðum við alltaf í einhverjum aukastörfum.  Þegar ég vígðist nokkrum árum síðar sem aðstoðarprestur sagði hún að ég gæti þetta því þær voru búnar að ryðja brautina fyrir mig, en ég var sjötta konan sem vígðist.

Mér hefur svo oft verið hugsað til þessara orða undanfarnar vikur, en þá yfirfæri ég þessa hugsun yfir á biskupsþjónustuna.  Það er svo mikilvægt að fyrsta konan sem vígist biskup á Íslandi skuli vera vígð biskup Íslands, en ekki vígslubiskup.  Þetta segi ég í fullri einlægni því ef fyrsta konan hefði verið vígð vígslubiskup er hætta á því að við hefðum þurft að bíða lengi eftir því að kona yrði biskup Íslands.

Því er það með óendanlega mikilli gleði sem ég mun aka suður í sólskininu á eftir til að taka þátt í athöfn sem við konur í prestastétt og karlar og kirkjan öll hefur beðið eftir í áratugi.  Sunnudagurinn 24. júní verður mikill gleðidagur í íslensku Þjóðkirkjunni.  Guð blessi Agnesi. Guð blessi kirkjuna.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s