Íslenska sumarkirkjan til sveita

Nú er sumar og við gleðjumst öll yfir hlýjum vindum og sólskini allan sólarhringinn.  Sum okkar eru komin í sumarfrí og njóta því íslenska sumarsins enn betur en við hin.  Alltaf eru einhverjir sem fara til útlanda yfir sumarið, en þó eru fleiri og fleiri sem njóta íslenska sumarsins og skoða nýja og gamla staði.

Á ferð um landið er margt í boði.  Bæjarhátíðum fer fjölgandi, boðið er upp á veiði og golfvelli, hestamannmót og íþróttamót.  Afþreying er endalaus og svo eru það auðvitað margir sem elska að ganga á fjöll og njóta kyrrðar hálendisins.

Kirkjan okkar hefur upp á mikið að bjóða allan ársins hring.  Þau sem ferðast um landið hafa gaman af því að skoða kirkjur og kirkjugarða, en það er líka furðumargt í boði af lifandi starfi í kirkjunum yfir sumartímann.  Í kirkjum í þéttbýli er messað allan ársins hring og þar er líka boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn.

Kirkjan til sveita hefur líka fjölbreytt sumarstarf.  Ef  við skoðum aðeins örlítið brot af því, má sjá að í gær var menningarstund í Laufási þar sem minnst var skáldanna frá Laufási http://laufasinn.is/2012/06/kveðskapur-laufassklerka/ . Í lítilli torfkirkju Grafarkirkju í Skagafirði var kvöldmessa í gærkveldi þar sem vígslubiskup predikaði og boðið var upp á kirkjukaffi undir kirkjuvegg á eftir í kvöldsólinni.  Söfnuðir Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Dalvíkur og Hríseyjar messuðu saman í Hóladómkirkju, en þar hafa verið barokkdagar undanafarna daga.

Sumarkirkjan býður ferðafólk velkomið í vegkirkjuna í Þorgeirskirkju alla daga kl. 10-16.  Þar er tónlist allan daginn, kveikt á kertum og boðið upp á kaffisopa og leiðsögn. Í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal eru helgistundir fyrir sumarhúsagesti öll þriðjudagskvöld kl. 20:00.

Þetta er aðeins brot af því sem sumarkirkjan er að gera til sveita.  Þegar við ferðumst um landið skulum við fylgjast með og sjá hvað þær kirkjur eru að bjóða upp á þar sem við finnum okkur gististað.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s