Opnið kirkjur allar

Opnið kirkjur allar!

Svona hefst fallegur lofgjörðarsálmur eftir Gylfa Gröndal og er í sálmabókinni okkar.
Opnið kirkjur allar!
Opnið huga minn!
Kristur til mín kallar:
Kom þú hingað inn.
Mér verður oft hugsað til þessara orða sálmsins þegar ferðafólk þakkar mér fyrir að hafa kirkjuna á Möðruvöllum opna. Þar er mikill ferðamannstraumur fólks af öllum þjóðernum. Fyrst fannst mér algengast að Íslendingar og Þjóðverjar væru á ferð, fólk sem þekkti sögu staðarins og langaði að koma á þennan sögufræga stað.
Nú koma í auknum mæli  fólk frá öllum heimshornum  sem vilja skoða helgidóma okkar, njóta kyrrðar og nærveru Guðs á sérstakan hátt.
Þegar við erum í sumarleyfi höfum við meiri tíma en endranær til að íhuga líf okkar og hvaða stefnu það er að taka.  Til þeirrar íhugunar er tilvalið að koma til kirkju.
Allt of oft fáum við að heyra að sorglegt sé hve margar kirkjur séu læstar á Íslandi. Varðandi þetta þurfum við að gera átak.  Við þurfum að finna fólk í söfnuðunum vítt og breitt um sveitir sem er tilbúið til að verja hluta úr degi í kirkjunni sinni til að sýna hana og vakta.
Kirkjurnar okkar út á ystu nesjum og inn í þröngum dölum eru mikil gersemi og varðveita  muni sem eru allri þjóðinni dýrmætir. Þeim má ekki glata eða taka þá áhættu að þeim verði stolið.  En við verðum að leyfa þjóðinni að njóta þeirra.
Því skulum við taka höndum saman um að hafa kirkjurnar okkar opnar einhvern hluta dagsins eða í það minnsta hafa sýnilegar upplýsingar um hver geti opnað fyrir ferðafólki.
Opnum kirkjurnar því það er Kristur sem kallar okkur til fundar við sig.
Kristur til mín kallar:
Kom þú hingað inn.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s