Friðarsinninn og mannréttindafrömuðurinn Bob Dylan

Það er sumarkvöld í sveit. Við njótum þess að grilla með fjölskyldu og vinum í fallegum skógi. Á netinu er auglýst Bob Dylan messa í Þorgeirskirkju á sunnudagskvöldi.  Sumarkirkjan lifandi að starfi.  Í kvöldsólinni ökum við sem leið liggur að þessari óvenjulegu kirkju.  Bílastæðið er fullt og þegar við stígum út úr bílnum ómar kunnugleg tónlist.

Kirkjuklukkum er hringt og presturinn les hugleiðinga Bob Dylan um kirkjuklukknahljóm.  Meira er sungið og lesnir ritningarlestrar sem hafa innblásið ljóðalist friðarsinnans og mannréttindafrömuðarins.  Listamenn í heimsklassa leika tónlist Bob Dylan undir dyggri stjórn Snorra Guðvarðarsonar, sem tengsit kirkjunni sterkum böndum bæði sem tónlistarmaður og kirkjumálari.

En af hverju Bob Dylan messa? Bob Dylan er gyðingur sem tók kristna trú.  Hann á í hjarta sér lifandi trú á frelsarann Jesú Krist.  Hann hefur samið mörg trúarljóð og gefið út plötu sem eingöngu var með trúarljóðum.  En Bob Dylan er ekki aðeins frægur fyrir ljóð sín og tónlist.  Hann er friðarsinni og mannréttindafrömuður.

Kristin trú hefur áhrif á allt líf okkar.  Trúin mótar hugsjónir okkar og áhugamál.  Jesús boðaði frið í samskiptum fólks og lagði mikla áherslu á að við öll erum sköpuð jöfn inn í þennan heim og erum öll jafndýrmæt í augum Guðs.  Kristin trú er því grundvöllur mannréttindabaráttu og baráttu fyrir friði í heiminum.

Þessi boðskapur var skýr í messunni í Þorgeirskirkju í gærkveldi.  Þar lagði sr. Bolli Pétur Bollason prestur Þorgeirskirkju áherslu á þetta samhengi trúar og hugsjóna.

Að lokinni messu var sólin enn á vesturhimninum og fólksfjöldinn sem fyllti bæði kirkjuna og safnaðarheimilið gekk léttstígt út í sumarkvöldið og ég fylltist þeirri sannfæringu að þau sem fengu að njóta þessarar sérstöku stundar væru staðráðin í að gera heiminn örlítið betri í dag en hann var í gær.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s