Er einn mánuður stuttur tími?

Einn mánauður er stuttur tími.  Þó getur hann verið ótrúlega langur.  Það er t.d. langur tími að vera einn mánuð á spítala, en það er stuttur tími að hafa verið einn mánuð í skóla.  Þannig gætum við talið upp andstæður tímans endalaust.

Á morgun er einn mánuður liðinn frá Hólahatíð þegar ég vígðist til Hólabiskups.  Þegar ég hugsa tilbaka finnst mér þetta mjög stuttur tími, en þó að mörgu leyti mjög langur tími.  Afar margt hefur gerst í lífi mínu þennan mánuð.

Fljótlega eftir vígsluna fórum við hjónin með kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls í fjögurra daga ferð um Austurland.  Var það tónleikaferð, messuferð og skemmtiferð.  Dásamlegt var að verja þessum fjórum dögum með bestu vinum okkar úr sveitinni svona rétt fyrir flutninginn vestur yfir Tröllaskaga.

Eftir ferðina um Austfirði, fórum við í 10 daga ferð um Austur-Þýskaland á slóðir Marteins Lúters.  Ég gæti skrifað heilan pistil um hvern dag í þeirri ferð, svo áhrifamikil var hún. Ég geymi það þó til betri tíma.  Auk þess að fyllast anda siðbótarinnar heyrðum við áhrifamiklar lýsingar á aðstæðum fólks meðan alþýðulýðveldið var og hét og fengum innsýn inn í starf lútersku kirkjunnar í dag í þeim borgum sem komu við sögu siðbótarinnar.

Eftir heimkomuna rann upp fyrsti dagur minn í starfi 1. september.  Þann dag var haldið aukakirkjuþing í Reykjavík, þar sem tvö mál voru á dagskrá.  Annað um viðbrögð kirkjunnar við tillögum stjórnlagaráðs um þjóðkirkjuna og hitt um sóknargjöldin, sem lækkað hafa meira en nokkuð annað hjá þessari ríkisstjórn.

Fyrsta embættisverk mitt í Hólastifti var daginn eftir, en það var að blessa Siglufjarðarsöfnuð á 80 ára afmæli kirkjunnar.  Var það afar ánægjulegur dagur í sólskini og brakandi blíðu.  Næstu tvo daga sat ég fundi í Prestafélagi Íslands þar sem mikilvægt samtal var við nýjan Biskup Íslands frú Agnesi Sigurðardóttur.

Í gær, óveðursdaginn mikla hér á norðurlandi, ókum við hjónin ásamt prófasti austur til Þórshafnar þar sem innsiglað var stórkostlegt samstarf milli skóla og kirkju, sem ber yfirskriftina: Syngjandi skóli – syngjandi kirkja.  Gríðarlega mikilvægt er öllu kirkjustarfi í hinum dreifðu byggðum landsins að eiga gott samstarf við skólana. Eins og fram kom á fundinum í gær, þá er afstaða skólastjórnenda, kennara og ekki síst skólaliða lykilatriði í því hvort vel tekst til með barna- og unglingastarf kirkjunnar.

Á morgun á eins mánaðar vígsluafmælinu mínu ek ég heim til Hóla og tek á móti fyrsta hópnum mínum þar í embætti.  Það eru eldri borgarar úr Vestur- Húnavatnassýslu sem koma í heimsókn með sóknarprestunum sínum.  Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að segja sögu staðarins þar í fyrsta skipti af vonandi mörgum, sögu þessa staðar sem geymir líf og starf kirkjunnar fólks í yfir 900 ár

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s