Já, við þjóðkirkju

Já, ég vil að það verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni vegna þess að þjóðkirkja þjónar allri þjóðinni.

Þjóðkirkja hefur skyldur við alla þjóðina án tillits til trúfélagsaðildar.  Þjónar hennar spyrja ekki um hverrar trúar fólk er þegar kemur að þjónustunni.

Þess vegna þjónar kirkjan inn í innstu dölum og út á ystu nesjum.

Margir halda að ákvæðið um þjóðkirkjuna hafi eitthvað með fjármál að gera eða framlög ríkisins til kirkjunnar.  Það er á miklum misskilningi byggt.

Á Íslandi er ekki ríkiskirkja.  Það er annars vegar í gildi gagnkvæmur samningur milli ríkis og kirkjunnar um ákveðnar arðgreiðslur af kirkjujörðum sem ríkið tók yfir árið 1997.  Hins vegar er samningur milli ríkis og kirkju um að ríkið innheimti svokölluð sóknargjöld fyrir kirkjuna sem ríkið skilar til sóknanna.  Þess vegna er ekki um bein fjárframlög frá ríkinu til kirkjunnar að ræða og því getum við ekki talist ríkiskirkja.

En hér er þjóðkirkja og það hefur allt aðra merkingu.  Ef við höfum ekki lengur þjóðkirkju á Íslandi er ekki tryggt að kirkjan geti þjónað öllum sem á kirkjunni þurfa að halda.

Við getum nefnt dæmi:  Í skólum landsins eru svokölluð áfallateymi.  Í þessum teymum er í langflestum tilfellum fulltrúi þjóðkirkjunnar, sem er sérmenntaður í áfallahjálp og sálgæslu.  Í slíkum tilfellum kemur þjóðkirkjan að áföllum með beinum hætti.  Um landið allt er þéttriðið net fagfólks á sviði sálgæslu og sorgarvinnu, sem er tilbúið til að koma hvert sem er og hvenær sem er til hjálpar.  Það er köllun íslensku Þjóðkirkjunnar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s