Mikilvægt að læra af mistökum

Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, fundaði í gær með Sighvati Karlssyni, sóknarpresti á Húsavík, þar sem farið var yfir aðkomu hans að máli Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur. Að loknum þeim fundi átti vígslubiskup fund með sóknarnefnd og sóknarpresti. Á þeim fundi las  sr. Sighvatur yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum eftir fundinn.

 

Þar viðurkennir sr. Sighvatur að hafa gert mistök í þessu máli. Hann segir jafnframt frá því að hann hafi haft samband við Guðnýju Jónu og beðist fyrirgefningar.

 

Sr. Solveig Lára sagði í samtali við kirkjan.is að sóknarpresturinn hefði gert mistök sem hann hafi lært af. Þar sem hann gerðist ekki brotlegur í starfi muni kirkjan ekki aðhafasta frekar í málinu. Í framhaldinu verður lögð áhersla á að skerpa verkferla sem varða það hvernig brugðist sé við ofbeldismálum sem komi inn á borð til presta. Verkferlarnir voru ekki nógu skýrir á sínum tíma en hafa verið bættir síðan.

 

Hún sagði einnig að á fundinum hefði komið fram að sóknarnefnd og sóknarprestur hefðu ríkan vilja til að leggja sitt af mörkum til að græða sárin í samfélaginu á Húsavík.

 

Hún tók jafnframt undir það sem Agnes M. Sigurðardóttir sagði í tilefni af þessu máli á þriðjudaginn var: Kirkjan hefur einsett sér að vera fyrirmyndarstofnun þegar kemur að viðbrögðum við kynferðisbrotum. Þegar mistök eru gerð í viðbrögðum kirkjunnar þarf að leiðrétta þau og læra af þeim. Þannig ætlar kirkjan að vinna.

 

Yfirlýsing Sighvats Karlssonar, sóknarprests á Húsavík

 

„Í tilefni af viðtali við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur í Kastljósi mánudagskvöldið 8. apríl vil ég taka fram eftirfarandi:

 

Ég hef haft samband við Guðnýju Jónu og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki mætt henni með þeim stuðningi sem hún þurfti í kjölfar nauðgunar. Hugur minn stóð aldrei til þess að fá hana til að draga kæru sína til baka. Mér er nú ljóst mikilvægi þess að tala mjög skýrt í málum sem þessum.

 

Í kjölfar þessa alvarlega atburðar fór af stað erfið umræða innan samfélagsins á Húsavík. Ég gerði það sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir að undirskriftalisti til stuðnings gerandanum yrði birtur í Skránni. Ég reyndi  einnig að lægja öldurnar með yfirlýsingu sem birt var í Skránni. Af henni má ráða mína afstöðu sem var að réttvísin ætti að leiða þetta mál til lykta.

 

Í mínum huga er nauðgun mjög alvarlegur glæpur, sem ber að taka á sem slíkum. Það er skýlaus réttur þolandans að kæra slíkan verknað og að réttvísin fái að hafa sinn framgang. Í dag hika ég ekki við að hvetja þolendur til að leggja fram kæru í kynferðisbrotamálum og leita þeirrar aðstoðar fagaðila sem nú er í boði. Við verðum öll að draga lærdóm af þessu máli. Mistök sem þessi mega ekki endurtaka sig.“

 

Húsavík 10. apríl 2013,

Sighvatur Karlsson

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s