Hver er Solveig Lára?

Ég var kjörinn vígslubiskup á Hólum í júní s.l.  Biskupsvígslan fór fram á Hólum 12. ágúst og tók ég við starfinu 1. september.

Ég þjónaði sem sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal s.l. 12 ár.  Áður var ég sóknarprestur á Seltjarnarnesi í 14 ár.  Ég hef alla mína starfsævi þjónað í kirkjunni í borg og í sveit.

Ég hef skrifað tvær bækur Augliti til auglitis, sem eru kristnar íhuganir handa konum og Aðgát skal höfð í nærveru sálar, sem er um lífsreynslu og úrvinnslu tilfinninga.

Ég hef tvisvar á starfsævinni notið námsleyfis.  Veturinn 1998-1999 var ég í Þýskalandi og lagði stund á kristna íhugun og sálgæslu.  Veturinn 2009-2010 lagði ég stund á þjónandi forystu.

Maðurinn minn er sr. Gylfi Jónsson og eigum við fjögur börn og tvö barnabörn.  Við eigum hund og kött og íslenskar landnámshænur.

Auglýsingar
1 athugasemd

Ein hugrenning um “Hver er Solveig Lára?

  1. Kæra Sólveig Lára.

    Óskum þér innilega til hamingju með vígslubiskupskjörið.

    Bestu kveðjur til ykkar Gylfa.

    Kristín og Óli Gústafs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s